40. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 11. febrúar 2021 kl. 09:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:20
Olga Margrét Cilia (OC), kl. 09:10
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 39. fundar var samþykkt.

2) 366. mál - Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu Kl. 09:00
Nefndin fékk á sinn fund Agnesi Guðjónsdóttur og Þorgeir Ólafsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og Odd Þorra Viðarsson frá forsætisráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 367. mál - fjölmiðlar Kl. 09:17
Nefndin fékk á sinn fund Agnesi Guðjónsdóttur frá mennta- og menningarmálaráðuneyti sem kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 465. mál - Lúganósamningurinn um dómsvald og um viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamálum Kl. 09:33
Nefndin fékk á sinn fund Þorvald Heiðar Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneyti sem kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 365. mál - lögreglulög o.fl. Kl. 09:40
Nefndin fékk á sinn fund Kjartan Ólafsson, Valgerði Maríu Sigurðardóttur og Dagmar Sigurðardóttur frá dómsmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 443. mál - almannavarnir Kl. 09:58
Nefndin fékk á sinn fund Dagmar Sigurðardóttur og Valgerði Maríu Sigurðardóttur frá dómsmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 10:06
Þá ræddi nefndin við Hrannar Má Gunnarsson frá BSRB sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Einnig ræddi nefndin við Halldór Oddsson frá Alþýðusambandi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Hlé var gert á fundi kl. 10:13-10:20.

Kl. 10:20
Nefndin ræddi við Bryndísi Gunnlaugsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

7) 366. mál - Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu Kl. 10:27
Nefndin ræddi við Hjálmar Jónsson frá Blaðamannafélagi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

8) 367. mál - fjölmiðlar Kl. 10:29
Nefndin ræddi við Hjálmar Jónsson frá Blaðamannafélagi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi jafnframt við Tjörva Bjarnason frá Bændasamtökum Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

9) Önnur mál Kl. 10:03
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00